Óréttmætir viðskiptahættir

Óréttmætir viðskiptahættir

Óréttmætir viðskiptahættir eru almennt skilgreindir sem hvers kyns viðskiptahættir sem eru andstæðir hefðbundnum venjum í viðskiptum. Óréttmæt venja er afstætt hugtak sem ekki er hægt að skilgreina með nákvæmum hætti. Mælikvarði á sanngirni eða heiðarleika getur verið breytilegur eftir löndum og þróast með tímanum. Það er því reynsla okkar að áreiðanleg ráðgjöf frá sérfræðingum í hverju landi fyrir sig sé nauðsynleg til að ganga úr skugga um hvort óréttmætir viðskiptahættir hafi verið viðhafðir.

Óréttmætir viðskiptahættir

Lögmenn okkar búa yfir umfangsmikilli lögfræðiþekkingu og reynslu þegar kemur að málum sem tengjast óréttmætum viðskiptaháttum og ráðleggja viðskiptavinum um viðeigandi aðgerðir.

Við bjóðum upp á alhliða ráðgjöf og aðstoð vegna óréttmætra viðskipathátta og höfum víðtæka reynslu af rekstri slíkra mála fyrir Neytendastofu. Íslensk lög um óréttmæta viðskiptahætti og markaðssetningu veita aukna vernd fyrir vörumerki, vöruheiti og lén auk viðskiptaleyndarmála og trúnaðarupplýsingar. Fullnusta laganna er framkvæmd af Neytendastofu sem getur beitt sektum ef um brot er að ræða.