Um okkur

GH SIGURGEIRSSON
INTELLECTUAL PROPERTY

GH Sigurgeirsson Intellectual Property er sjálfstætt dótturfélag LEX lögmannsstofu sem veitir sérsniðna þjónustu á öllum sviðum hugverkaréttar. Markmið okkar er að tryggja lögbundinn rétt viðskiptavina okkar til óáþreifanlegra eigna þeirra, auka verðmæti þeirra og tryggja að viðskiptavinir okkar séu skrefi á undan keppinautum.

Um okkur

Fyrirtækið GH Sigurgeirsson Intellectual Property á rætur sínar að rekja til ársins 1942 og hefur tekið virkan þátt í verndun hugverka á Íslandi síðan. Haustið 2018 seldi eigandi þess, Gunnar H. Sigurgeirsson, fyrirtækið til LEX lögmannsstofu, einni stærstu og elstu lögmannsstofu Íslands. LEX lögmannsstofa hefur lengi starfað á öllum sviðum hugverkaréttar og státar af fremstu lögmönnum landsins á því sviði. LEX lögmannsstofa er stolt af sögu GH Sigurgeirssonar Intellectual Property og hefur haldið áfram að byggja ofan á arfleifð fyrirtækisins.

Í kjölfar kaupanna sameinaði LEX lögmannsstofa umfangsmikla starfsemi sína á sviði hugverkaréttar við stofuna og víkkaði þar með þjónustusvið sitt. GH Sigurgeirsson Intellectual Property býður því upp á allt á sama stað fyrir hugverk og lögfræðiþjónustu, allt frá viðskiptaþjónustu eins og staðfestingu evrópskra einkaleyfa, vörumerkjaumsókna og endurnýjana til flókinna lagalegra álitaefna eins og samninga, úrlausnar ágreiningsmála og málaferla.

María Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri GH Sigurgeirssonar Intellectual Property og í stjórn sitja Erla S. Árnadóttir, Einar Sveinn Ingólfsson og Örn Gunnarsson.