GH SIGURGEIRSSON
INTELLECTUAL PROPERTY

Lög og reglur um hugverk af ýmsu tagi skapa víðtæk og fjölbreytt réttindi, allt frá skáldsögum, tölvuforritum, málverkum og kvikmyndum, til hönnunar, lyfja, erfðabreyttra plantna og ýmissa merkja sem notuð eru í tengslum við vörur og þjónustu. Þrátt fyrir nokkurn mun á hinum fjölmörgu tegundum hugverkaréttinda er einn þáttur sem þau eiga öll sameiginlegt – þau stofna til eignaréttinda yfir óáþreifanlegum eignum. Við hjá GH Sigurgeirsson IP veitum viðskiptavinum okkar alhliða ráðgjöf og aðstoð þegar kemur að vernd þessara réttinda.

Einkaleyfi

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á alhliða lögfræðiráðgjöf um öll mál tengd einkaleyfum. Jafnframt sjáum við um staðfestingu evrópskra einkaleyfa á Íslandi, greiðslu árgjalda af einkaleyfum á Íslandi og og sjáum um tilkynningar á breytingum á skráningarupplýsingum einkaleyfa til Hugverkastofunnar.

Einkaleyfi E

Vörumerki

Við bjóðum viðskiptavinum okkar víðtæka þjónustu í tengslum við vörumerki. Við sjáum bæði um innlendar og erlendar umsóknir og endurnýjanir sem og öll andmælamál og kröfur um niðurfellingu skráninga. Við búum yfir umfangsmikilli lögfræðiþekkingu og reynslu þegar kemur að ágreiningi um vörumerki og fullnustu vörumerkjaréttinda. Auk þess bjóðum við upp á vörumerkjavöktun og sjáum um allar tilkynningar um breytingar á skráningarupplýsingum vörumerkja til Hugverkastofunnar.

Vörumerki V

Hönnun

Við sjáum bæði um innlendar og erlendar umsóknir um hönnunarskráningar sem og endurnýjun á gildandi skráningum. Við búum yfir umfangsmikilli lögfræðilegri sérþekkingu og reynslu þegar kemur að ágreiningi sem tengist skráðri hönnun og fullnustu hönnunarréttinda og höfum umsjón með öllum ógildingaraðgerðum fyrir viðskiptavini okkar.

Hönnun H

Höfundaréttur

Við aðstoðum viðskiptavini okkar við öll mál er varða höfundarrétt. Við bjóðum upp á alhliða ráðgjöf við undirbúning og gerð ýmissa höfundaréttarsamninga, svo sem útgáfusamninga, dreifingar-, þjónustu- og leyfissamninga í ýmsum atvinnugreinum. Reyndir lögmenn okkar eru með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands og geta þannig komið fram fyrir hönd umbjóðenda okkar í fullnustumálum á öllum dómstigum íslenska dómkerfisins.

Höfundaréttur H

Lén

Lén

Við bjóðum upp á margvíslega þjónustu sem tengist lénum og aðstoðum viðskiptavini okkar við skráningu léna um allan heim.

Lén L

Óréttmætir viðskiptahættir

Lögmenn okkar búa yfir umfangsmikilli lögfræðiþekkingu og reynslu þegar kemur að málum sem tengjast óréttmætum viðskiptaháttum og ráðleggja viðskiptavinum um viðeigandi aðgerðir.

Óréttmætir viðskiptahættir Ó

Lögfræði

Við aðstoðum viðskiptavini okkar við allan ágreining á sviði hugverkaréttar og bjóðum upp á stefnumiðaða ráðgjöf um bestu leiðina til aðgerða. Við höfum auk þess mikla reynslu af málum sem varða falsaðar vörur og aðgerðum til að fresta tollafgreiðslu vöru vegna brota á hugverkaréttindum.

Lögfræði L

Hugverkastefna

Við veitum viðskiptavinum okkar sérsniðna ráðgjöf um þróun og innleiðingu árangursríkrar hugverkastefnu sem og um stjórnun á eignasafni hugverka. Við bjóðum upp á sérsniðna áreiðanleikakönnun hugverkaréttinda sem er sérstaklega hönnuð til að uppfylla kröfur hvers viðskiptavinar. Þar að auki bjóðum við upp á fræðslu á öllum sviðum hugverkaréttar. Lögmenn okkar eru kennarar á sviði hugverkaréttar við Háskóla Íslands og hafa því víðtæka reynslu af kennslu og fræðslustarfsemi.

Hugverkastefna H