Hugverkastefna

Hugverkastefna

Skýr hugverkastefna veitir stuðning við heildarmarkmið viðskipta og eykur verðmæti hugverkaréttinda.

Hugverkastefna

Við veitum viðskiptavinum okkar sérsniðna ráðgjöf um þróun og innleiðingu árangursríkrar hugverkastefnu sem og um stjórnun á eignasafni hugverka. Við bjóðum upp á sérsniðna áreiðanleikakönnun hugverkaréttinda sem er sérstaklega hönnuð til að uppfylla kröfur hvers viðskiptavinar. Þar að auki bjóðum við upp á fræðslu á öllum sviðum hugverkaréttar. Lögmenn okkar eru kennarar á sviði hugverkaréttar við Háskóla Íslands og hafa því víðtæka reynslu af kennslu og fræðslustarfsemi.

H

Stefnumótun og framkvæmdn

Við veitum viðskiptavinum okkar sérsniðna ráðgjöf um þróun og innleiðingu árangursríkrar hugverkastefnu. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar að því að þróa heildarstefnu til að styðja sem best við viðskiptamarkmið þeirra. Jafnframt bjóðum við upp á stuðning við gerð verkáætlunar um framkvæmd stefnunnar og aðstoð í innleiðingarferlinu.

Stýring á safni hugverka

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á alhliða ráðgjöf um stjórnun á eignasafni hugverka og aðstoðum þá við að tryggja að þeir séu í takt við og styðji við heildarmarkmið þeirra og stefnur.

Áreiðanleikakönnun

Við bjóðum upp á sérsniðna áreiðanleikakönnun hugverka sem er sérstaklega hönnuð til að uppfylla kröfur hvers viðskiptavinar. Áreiðanleikakönnun í tengslum við hugverk felur venjulega í sér endurskoðun á hugverkaréttindum sem eru annað hvort í eigu eða afnotum viðkomandi viðskiptavinar. Það getur falið í sér endurskoðun á raunverulegu eignarhaldi eignanna, vernd þeirra, gildistíma og viðhaldskostnað, hvort þær séu í raun í gildi og, ef þess er óskað, styrkleika þeirra.

Fræðsla

Við veitum viðskiptavinum okkar fræðslu á öllum sviðum hugverkaréttar. Slík fræðsla er sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins og getur falist í öllu frá vali á vörumerki í umsjón með eignasafni hugverka. Lögfræðingar okkar eru kennarar á sviði hugverkaréttar við Háskóla Íslands og hafa því mikla reynslu af kennslu og fræðslustarfsemi.