Einkaleyfi

Einkaleyfi

Einkaleyfi fela í sér einkarétt á uppfinningum. Uppfinningarnar geta verið ákveðin vara eða ferli sem býður upp á nýja og frumlega leið til að gera eitthvað eða nýja og frumlega tæknilega lausn á vandamáli. Algengasta og áhrifaríkasta leiðin til að vernda uppfinningu er að fá einkaleyfi fyrir henni. Einkaleyfaréttur er veittur gegn því að uppfinningamaðurinn birti tæknina í heild sinni í einkaleyfisumsókninni.

Einkaleyfi

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á alhliða lögfræðiráðgjöf um öll mál tengd einkaleyfum. Jafnframt sjáum við um staðfestingu evrópskra einkaleyfa á Íslandi, greiðslu árgjalda af einkaleyfum á Íslandi og og sjáum um tilkynningar á breytingum á skráningarupplýsingum einkaleyfa til Hugverkastofunnar.

E

Staðfestingar á evrópskum einkaleyfum á Íslandi

Við önnumst staðfestingu evrópskra einkaleyfa á Íslandi. Til þess að evrópskt einkaleyfi öðlist gildi á Íslandi þarf að staðfesta einkaleyfið hér á landi. Þegar evrópskt einkaleyfi hefur verið gefið út hefur eigandi þess fjóra mánuði til að leggja fram þýðingu til að staðfesta það á landsvísu. Ef upphaflegt tungumál einkaleyfisins er enska þarf að þýða titil og kröfur yfir á íslensku. Ef upphaflegt tungumál einkaleyfisins er hins vegar franska eða þýska þarf einnig að leggja fram enska þýðingu á lýsingunni og texta á myndum. Þýðingar okkar eru framkvæmdar af löggiltum skjalaþýðendum. Staðfestingarferlið krefst sérhæfðrar þekkingar á formsatriðum, umsóknarkröfum og tungumáli, auk samræmdra venja.

Skráningarupplýsingar einkaleyfa

Við sjáum um að tilkynna allar breytingar á skráningarupplýsingum einkaleyfa til Hugverkastofunnar, svo sem nafn eiganda, breytingu á heimilisfangi og framsal réttinda. Við vinnum náið með stofnuninni til að tryggja skilvirkt ferli af okkar hálfu.

Árgjöld einkaleyfa

Við sjáum um greiðslu árgjalda af einkaleyfum á Íslandi. Við gerum okkur grein fyrir að öryggi er eitt helsta áhyggjuefni einkaleyfaeigenda og leggjum því mikla áherslu á að tryggja öryggi og skilvirkar greiðslur innan lögbundinna fresta.