- Starfsfólk
- Erla S. Árnadóttir
Erla S. Árnadóttir
Erla er einn af fremstu sérfræðingum landsins á sviði hugverkaréttar og upplýsingatækniréttar. Erla stundaði framhaldsnám í félagarétti og höfundarétti við lagadeild Oslóarháskóla veturinn 1983–1984 og var styrkþegi við Max Planck Institut für Patent-, Urheber- und Wettbewerbsrecht í München veturinn 1988–1989.
Erla hefur m.a. séð um gerð hugverkasamninga, hagsmunagæslu fyrir fjölmörg fyrirtæki og opinberar stofnanir um nýtingu hugverka, séð um rekstur dómsmála vegna brota á höfundarétti og vörumerkjarétti, veitt ráðgjöf til sprotafyrirtækja af ýmsum toga og aðstoðað þau við vörumerkjastefnu sína. Þá hefur Erla séð um skráningu vörumerkja og lénsréttinda.
Málflutningsréttindi:
- Hæstiréttur
- Landsréttur
- Héraðsdómstólar
Starfsferill
- LEX lögmannsstofa síðan 2000
- KPMG og KPMG lögmenn 1984 – 2000
Menntun
- Hæstaréttarlögmaður 1994
- Héraðsdómslögmaður 1986
- Háskóli Íslands, cand. jur. 1983
Erlend tungumál
- Enska
- Danska
- Norska
- Þýska
Kennsla
- Stundakennari í höfundarétti við lagadeild Háskóla Íslands frá 1997
- Prófdómari í upplýsingatæknirétti við Háskóla Íslands frá 2004
Publications
- Erla S. Árnadóttir (1985). Tölvur og höfundaréttur. Tímarit lögfræðinga, 35(2), 115 – 124.
- Erla S. Árnadóttir (1990). Hugbúnaður: skilyrði og umfang höfundaréttarverndar. Tímarit lögfræðinga, 40(3), 148 – 174.
- Erla S. Árnadóttir (1990). Datenverarbeitung und Urheberrecht in Dänemark – die erste nordische Urheberrchtsnovelle im Vergleich, GRUR International Teil, 39(4), 290 – 299
- Erla S. Árnadóttir (2004). Höfundarréttur og afdrif falsaðra myndlistarverka, Ritið (3), bls. 123 – 135.
- Erla S. Árnadóttir (2015). Developments in Iceland since the XIV Nordic Copyright Symposium in 2015, Nordiskt Immaterialt Rättsskydd, 84(6), 594 – 598
- Peter Schønning, Erla S. Árnadóttir, Torkil V. Rasmussen og Jens Virgar Jakobsen (2016). Strejftog gennem den vestnordiske ophavsret. Nordiskt Immaterialt Rättsskydd, 85(4), 390 – 415
- Erla S. Árnadóttir. (2006). Iceland. In Peter Schimanek og Frank-Rainer Töpfer, Remedies and Public Procurement Laws in Europe. (74 – 79). Berlín: Baker & McKenzie.
- Erla S. Árnadóttir. (2008) Immaterialrettens særlige processformer. In Mads Bryde Andersen og Jonas Christoffersen, Det 38. nordiske Juristmøde i København 21. – 23. august 2008 (343 – 349). Kaupmannahöfn: Den danske styrelse for Det nordiske Juristmøde.
- Erla S. Árnadóttir, Lena Markusardóttir and María Kristjánsdóttir. (2019). Iceland – Health and Pharma Overview. OneTrust DataGuidance database. – https://www.lex.is/wp-content/uploads/2019/11/Iceland-Health-and-Pharma-Overview-_-DataGuidance.pdf
Other activities
- Stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1989-1991
- Framkvæmdarstjóri Tímarits lögfræðinga 1990-1991
- Stjórn námssjóðs Lögmannafélags Íslands 1999-2018
- Gerðardómur Fjölís 1991-1993
- Stjórn Höfundaréttarfélag Íslands frá 2006
- Stjórn Félags um vátryggingarétt 2002 – 2008
- Varamaður í stjórn Persónuverndar 2001 (áður Tölvunefnd frá 1990) – 2004
- Formaður áfrýjunarnefndar í vörumerkja og einkaleyfamálum (nú áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda) 1991-2000
- Höfundarréttarnefnd frá 2006 (varamaður frá 1995)
- Bótanefnd samkvæmt lögum nr. 69/1995 1996 – 2006
- Formaður kærunefndar jafnréttismála frá 2011 – 2018 (varamaður frá 1997)
- Formaður siðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands 1997 – 2009
- Áfrýjunarnefnd samkeppnismála 2000-2009 (varamaður frá 1998)
- Í varastjórn Listasafns Íslands frá 2010 – 2012
- Varamaður í endurupptökunefnd 2018 – 2020