Vörumerki
Vörumerki eru tákn sem eru notuð til að auðkenna vörur og þjónustu sem eru framleiddar eða boðnar til sölu af einstaklingum eða fyrirtækjum í atvinnurekstri. Meginhlutverk vörumerkja er því að greina umræddar vörur og þjónustu frá sambærilegri vöru og þjónustu frá öðrum í sömu eða svipaðri starfsemi. Vandlega valið vörumerki skiptir því mjög miklu máli í samkeppni á tilteknum mörkuðum. Algengasta og skilvirkasta leiðin til að vernda vörumerki er skráning merkisins í vörumerkjaskrá.
- Þjónusta
- Vörumerki
Vörumerki
Við bjóðum viðskiptavinum okkar víðtæka þjónustu í tengslum við vörumerki. Við sjáum bæði um innlendar og erlendar umsóknir og endurnýjanir sem og öll andmælamál og kröfur um niðurfellingu skráninga. Við búum yfir umfangsmikilli lögfræðiþekkingu og reynslu þegar kemur að ágreiningi um vörumerki og fullnustu vörumerkjaréttinda. Auk þess bjóðum við upp á vörumerkjavöktun og sjáum um allar tilkynningar um breytingar á skráningarupplýsingum vörumerkja til Hugverkastofunnar.
VUmsóknir og endurnýjun
Við sjáum bæði um innlendar og alþjóðlegar vörumerkjaumsóknir. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum hvers einstaks viðskiptavinar og felur í sér, ef þörf krefur, vörumerkjaleit, greiningu og skilvirka ráðgjöf um val á vörumerki, flokkun og landfræðilegt umfang verndar.
Þar að auki sjáum við bæði um innlendar og alþjóðlegar endurnýjanir vörumerkja og bjóðum upp á ráðgjöf um stýringu vörumerkja í eigu hvers og eins viðskiptavinar.
Við bjóðum einnig upp á alhliða ráðgjöf um vernd gildandi vörumerkja og aðstoðum viðskiptavini okkar við gerð leyfissamninga og annarra samninga sem tengjast hagnýtingu vörumerkja þeirra.
Andmæli
Við sjáum um að andmælamál, bæði til sóknar og varnar, og búum yfir mikilli reynslu og lögfræðiþekkingu í slíkum málum.
Við gerum okkur grein fyrir því að þegar vörumerki hefur verið skráð er grundvallaratriði fyrir eiganda þess að tryggja að engin önnur ruglingslega lík vörumerki fáist skráð í þeim löndum þar sem merkið er skráð. Við bjóðum því upp á stefnumiðaða ráðgjöf um hugsanleg andmælamál og gætum hagsmuna viðskiptavina okkar í slíkum málum þegar ákvörðun um andmæli hefur verið tekin.
Í gegnum rótgróið alþjóðlegt tengslanet okkar aðstoðum við viðskiptavini við að grípa til viðeigandi ráðstafana um allan heim.
Meðhöndlun ágreinings og fullnusta réttinda
Við búum yfir umfangsmikilli lögfræðiþekkingu og reynslu þegar kemur að ágreiningi sem lýtur að vörumerkjum og fullnustu vörumerkjaréttinda. Við bjóðum upp á alhliða ráðgjöf um viðeigandi ráðstafanir sniðnar að þörfum viðskiptavinarins og í samræmi við atvik í hverju máli fyrir sig. Reyndir lögmenn okkar eru með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands og geta þannig komið fram fyrir hönd umbjóðenda okkar á öllum dómstigum íslenska dómkerfisins.
Ennfremur getum við aðstoðað viðskiptavini okkar við að leita réttar síns vegna mála sem upp koma í flestum löndum heims í gegnum rótgróið alþjóðlegt tengslanet okkar.
Ógildingarmál og kröfur um niðurfellingu réttinda
Við sjáum um ógildingarmál og kröfur um niðurfellingu réttinda og höfum mikla reynslu af slíkum málum. Á Íslandi er hægt að ógilda vörumerkjaskráningu ef vörumerkið hefur verið skráð andstætt ákvæðum vörumerkjalaga. Þá er hægt að leggja fram kröfu um niðurfellingu skráningar ef vörumerkið hefur ekki verið notað fyrir þær vörur og þjónustu sem það er skráð fyrir innan fimm ára frá skráningu, eða á fimm ára samfelldu tímabili þar eftir.
Vörumerkjaleit
Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að framkvæma vörumerkjaleit. Þegar til stendur að sækja um skráningu á nýju vörumerki er unnt að lágmarka áhættu á synjun skráningar eða andmælum með því að framkvæma ítarlega leit á þeim skráningum sem þegar eru í gildi.
Vörumerkjavöktun
Við bjóðum upp á vörumerkjavöktun, sem er gerð til að uppgötva sem fyrst hvers kyns vörumerkjaumsóknir sem viðskiptavinir okkar gætu þurft að bregðast við ef þær eru í andstöðu við skráð vörumerkjaréttindi þeirra. Við förum vel yfir vöktunarskýrslurnar og veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf um niðurstöður þeirra. Að okkar mati er vörumerkjavöktun mikilvægur hluti af heildar vörumerkjastefnu vörumerkjaeigenda.
Skráningarupplýsingar
Við sjáum um að tilkynna allar breytingar á skráningarupplýsingum vörumerkja til Hugverkastofunnar, svo sem nafn eiganda, breytingu á heimilisfangi og framsal réttinda. Við vinnum náið með stofnuninni til að tryggja skilvirkt ferli af okkar hálfu.
- Vörumerki
- Hafa samband