Hönnun

Hönnun

Hönnun er sjónrænn eða fagurfræðilegur þáttur vöru. Hönnunin getur samanstaðið af þrívíðum eiginleikum, svo sem lögun hlutar, eða tvívíðum eiginleikum, eins og mynstrum, línum eða litum. Af þessu leiðir að rétturinn til hönnunar verndar ekki tæknilega eiginleika vörunnar. Hér á landi þarf hönnun að vera skráð til að njóta verndar.

Hönnun

Við sjáum bæði um innlendar og erlendar umsóknir um hönnunarskráningar sem og endurnýjun á gildandi skráningum. Við búum yfir umfangsmikilli lögfræðilegri sérþekkingu og reynslu þegar kemur að ágreiningi sem tengist skráðri hönnun og fullnustu hönnunarréttinda og höfum umsjón með öllum ógildingaraðgerðum fyrir viðskiptavini okkar.

H

Umsóknir og endurnýjun

Við sjáum bæði um innlendar og erlendar umsóknir um hönnunarskráningar sem og endurnýjun á gildandi skráningum. Við búum yfir umfangsmikilli lögfræðilegri sérþekkingu og reynslu þegar kemur að ágreiningi sem tengist skráðri hönnun og fullnustu hönnunarréttinda og höfum umsjón með öllum ógildingaraðgerðum fyrir viðskiptavini okkar.

Meðhöndlun ágreinings og fullnustu

Við búum yfir umfangsmikilli lögfræðilegri sérþekkingu og reynslu þegar kemur að ágreiningi sem lýtur að skráðri hönnun og fullnustu hönnunarréttinda. Við bjóðum viðskiptavinum okkar alhliða ráðgjöf um viðeigandi ráðstafanir sniðnar að þörfum viðskiptavinarins og eðli hvers máls. Reyndir lögmenn okkar eru með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands og geta þannig komið fram fyrir hönd umbjóðenda okkar á öllum dómstigum íslenska dómkerfisins.

Ennfremur getum við aðstoðað viðskiptavini okkar við að leita réttar síns vegna lögbrota í flestum löndum heims í gegnum rótgróið alþjóðlegt tengslanet okkar.

Ógildingarmál

Við sjáum um ógildingarmál fyrir viðskiptavini okkar og aðstoðum jafnt viðskiptavini sem þurfa að fá skráða hönnun ógilta og viðskiptavini sem vilja verja hönnunarskráningu sína í slíkum málum.