Höfundarréttur
Höfundaréttur veitir höfundum vernd á sköpunarverkum sínum. Verk sem falla undir höfundarétt eru meðal annars bókmenntaverk, svo sem skáldsögur, ljóð og leikrit, gagnagrunnar, kvikmyndir, tónverk, danshönnun, málverk, ljósmyndir, byggingarlist, kort og sum tölvuforrit. Höfundaréttarvernd fæst sjálfkrafa um leið og verk er búið til án þess að þörf sé á skráningu eða öðrum formsatriðum.
- Þjónusta
- Höfundaréttur
Höfundaréttur
Við aðstoðum viðskiptavini okkar við öll mál er varða höfundarrétt. Við bjóðum upp á alhliða ráðgjöf við undirbúning og gerð ýmissa höfundaréttarsamninga, svo sem útgáfusamninga, dreifingar-, þjónustu- og leyfissamninga í ýmsum atvinnugreinum. Reyndir lögmenn okkar eru með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands og geta þannig komið fram fyrir hönd umbjóðenda okkar í fullnustumálum á öllum dómstigum íslenska dómkerfisins.
HAlhliða höfundaréttarþjónusta
Við aðstoðum viðskiptavini okkar við öll mál tengd höfundarétti. Lögmenn okkar hafa víðtæka reynslu á þessu sviði og veita rétthöfum alhliða ráðgjöf og þjónustu um vernd verka þeirra, allt frá þjónustu við höfunda og framleiðendur í samningaviðræðum um kvikmyndir og margmiðlunarverk til hagsmunagæslu í málum þar sem brotið hefur verið gegn höfundarréttindum.
Samningar
Við bjóðum upp á alhliða ráðgjöf við undirbúning og gerð ýmissa höfundaréttarsamninga, svo sem útgáfusamninga, dreifinga-, þjónustu- og leyfissamninga í ýmsum atvinnugreinum. Við vinnum með viðskiptavinum okkar frá stigi nýsköpunar og út líftíma fyrirtækis eða hugmyndar. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini okkar við að bera kennsl á höfundaréttarvarin verk sín á fyrsta mögulega stigi og tryggja viðeigandi ráðstafanir til verndar þeirra.
Fullnusta
Reyndir lögmenn okkar eru með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands og geta þannig komið fram fyrir hönd umbjóðenda okkar í öllum málum sem rekin eru fyrir íslenskum dómstólum. Ennfremur eru lögmenn okkar meðal reyndustu landsins þegar kemur að frestun á tollafgreiðslu vegna brota á höfundarrétti. Við höfum einnig mikla reynslu af málarekstri um lögbann til að framfylgja slíkum réttindum.
- Höfundaréttur
- Hafa samband